Hugtakanotkun og orðskýringar

Hér má finna skýringar á ýmsum hugtökum og orðum sem snúa að innihaldi NIS laganna og tengdra reglugerða.

Atvik

Hver sá atburður sem hefur skaðleg áhrif á öryggi net- og upplýsingakerfa. 

 

Áhætta

Aðstæður eða atburðir sem geta haft skaðleg áhrif á öryggi net- og upplýsingakerfa.

Bankastarfsemi

Lánastofnun í skilningi laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002

 

Flutningastarfsemi

Flutningar á lofti; flugrekendur eins og skilgreint er í 10. tölul. 2. gr. reglugerðar (EB) nr. 1008/2008[1], framkvæmdastjórnir flugvalla eins og skilgreint er í 2. tölul. 2. gr. tilskipunar 2009/12/EB[2], flugvellir eins og skilgreint er í 1. tölul. 2. gr. tilskipunar 2009/12/EB[3], þ.m.t. flugvellir í grunnneti sem skráðir eru í 2. þætti II. viðauka reglugerðar (ESB) nr. 1315/2013 og einingar sem starfrækja viðbúnað sem staðsettur er innan flugvalla, kerfisstjórar umferðarstjórnunar sem veita flugstjórnarþjónustu (ATC) eins og skilgreint er í 1. tölul. 2. gr. reglugerðar (EB) nr. 549/2004[4].

Flutningar á sjó og vatnaleiðum; fyrirtæki sem sjá um vatna-, millilanda- og strandsiglingar með farþega og vöruflutninga á sjó og vatnaleiðum eins og skilgreint er fyrir flutninga á sjó í I. viðauka reglugerðar (EB) nr. 725/2004 að frátöldum einstökum skipum sem þau fyrirtæki gera út, stjórnir hafna eins og hafnir eru skilgreindar í 1. tölul. 3. gr. tilskipunar 2005/65/EB[5], þ.m.t. hafnaraðstöður þeirra eins og skilgreint er í 11. tölul. 2. gr. reglugerðar (EB) nr. 725/2004[6] og einingar sem annast mannvirki og búnað sem staðsett eru innan hafna og rekstraraðilar skipaumferðarþjónustu eins og skilgreint er í o-lið 3. gr. reglugerðar nr. 80/2013[7], um  vaktstöð siglinga og eftirlit með umferð skipa, sem innleiðir tilskipun 2002/59/EB[8].

Flutningar á vegum; þ.e. vegamálayfirvöld sem bera ábyrgð á skipulagningu, eftirliti með eða rekstri vega sem falla undir lögsögu þeirra samkvæmt vegalögum og rekstraraðilar skynvæddra flutningakerfa, þ.e. rekstraraðilar kerfa þar sem upplýsinga- og fjarskiptatækni er beitt á sviði flutninga á vegum, þ.m.t. grunnvirki, ökutæki og notendur, og á sviði umferðarstjórnunar og hreyfanleikastjórnunar og á sviði tenginga við aðra flutningsmáta.  

 • [1] ,,flugrekandi“: fyrirtæki sem hefur gilt flugrekstrarleyfi eða sambærilegt leyfi.
 • [2] „framkvæmdastjórn flugvallar“: framkvæmdastjórn sem hefur það hlutverk, mögulega í tengslum við aðra starfsemi, samkvæmt landslögum, reglugerðum eða samningum að stjórna og hafa umsjón með grunnvirkjum eða netgrunnvirkjum flugvallar ásamt því að samræma og stjórna starfsemi flugrekenda sem starfa á flugvellinum eða innan viðkomandi kerfis flugvalla. 
 • [3] „flugvöllur“: hvers kyns landsvæði sem er sérstaklega útbúið fyrir lendingu, flugtak og stjórnun loftfars, að meðtöldum viðbótarbúnaði sem þarf til þessarar starfsemi vegna flugumferðar og þjónustu við loftfar, þ.m.t. búnaður fyrir þjónustu við farþegaflug í atvinnuskyni. 
 • [4] „flugstjórnarþjónusta“: þjónusta sem er veitt í þeim tilgangi: a) að koma í veg fyrir árekstur: — milli loftfara og — milli loftfars og hindrana á umferðarsvæði flugvallar og b) að flýta fyrir og stuðla að skipulegri flugumferð 
 • [5] „höfn“: tiltekið landssvæði og hafsvæði með mörk skilgreind af hálfu aðildarríkis þar sem höfnin er staðsett, þar sem fram fer vinna og búnað er að finna sem er hannaður til að greiða fyrir flutningastarfsemi á sviði sjóflutninga í atvinnuskyni 
 • [6] „hafnarastaða“: staður þar sem tengsl skips og hafnar eiga sér stað, þar á meðal svæði á borð við akkerislægi, biðsvæði skipa við bryggju og aðkomuleiðir frá sjó, eftir því sem við á. 
 • [7] „skipaumferðarþjónusta“: þjónusta sem ætlað er að efla öryggi og skilvirkni skipaumferðar og vernda umhverfið, sem hefur möguleika á     gagnvirkum sam­skiptum við skipin og getur brugðist við umferðaraðstæðum sem skapast á skipa­umferðar­þjónustusvæðinu. 
 • [8] „skipaumferðarþjónusta“: þjónusta sem ætlað er að efla öryggi og skilvirkni skipaumferðar og vernda umhverfið, sem hefur möguleika á gagnvirkum samskiptum við skipin og getur brugðist við umferðaraðstæðum sem skapast á skipaumferðarþjónustusvæðinu. 
 

Heilbrigðisþjónusta

Veitendur heilbrigðisþjónustu samkvæmt skilgreiningu í lögum um heilbrigðisþjónustu og g-lið 3. gr. tilskipunar 2011/24/ESB[1].  

 • [1] „aðili sem veitir heilbrigðisþjónustu“: einstaklingur, lögaðili eða önnur eining sem löglega veitir heilbrigðisþjónustu á yfirráðasvæði aðildarríkis. 

Leitarvél á netinu

Stafræn þjónusta sem leyfir notendum að framkvæma leit, að meginreglu til, að öllum vefjum eða vefjum á tilteknu tungumáli á grundvelli fyrirspurnar um viðfangsefni í formi leitarorðs, orðasambands eða annars konar gagna sem færð eru inn í tölvu. Þjónustan skilar tenglum þar sem finna má upplýsingar um efnið sem óskað er eftir. 

Mikilvægir innviðir

Netmarkaður

Stafræn þjónusta sem leyfir neytendum og/eða seljendum, eins og þeir eru skilgreindir í a- og b-lið 1. mgr. 4. gr. tilskipunar 2013/11/ESB[1], að gera sölu- og þjónustusamninga á netinu við seljendur, annaðhvort á vef netmarkaðar eða á vef seljanda sem notar þjónustu á sviði gagnaumferðar í gegnum netmarkaðinn.  

 •  [1] „neytandi“: einstaklingur sem starfar að markmiðum sem liggja utan við atvinnugrein, fyrirtæki, iðju eða sérgrein hans, b) „seljandi“: einstaklingur eða lögaðili, jafnt í eigu hins opinbera sem í einkaeigu, ásamt hverjum þeim sem starfar í nafni seljandans eða fyrir hönd hans, sem starfar að þeim markmiðum sem varða atvinnugrein, fyrirtæki, iðju eða sérgrein hans. 

NIS lög

Lög nr. 78/2019 um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða. 

 

Orku- og hitaveitur

Rafmagn; raforkufyrirtæki eins og skilgreint er í 35. tölul. 2. gr. tilskipunar 2009/72/EB[1] sem sinna hlutverki afhendingar eins og     skilgreint er í 19. tölul. 2. gr. tilskipunarinnar[2], dreifikerfisstjórar eins og skilgreint er í 6. tölul. 2. gr. tilskipunar 2009/72/EB[3] og flutningakerfisstjórar eins og skilgreint er í 4. tölul. 2. gr. tilskipunar 2009/72/EB[4].

Olía; rekstraraðilar flutningsleiðslna fyrir olíu og rekstraraðilar olíuframleiðslu, olíuhreinsunar- og meðhöndlunarstöðva, olíugeymslu og olíuflutnings.

Gas; afhendingarfyrirtæki eins og     skilgreint er í 8. tölul. 2. gr. tilskipunar 2009/73/EB[5], dreifikerfisstjórar eins og skilgreint er í 6. tölul. 2. gr. tilskipunar 2009/73/EB[6], flutningakerfisstjórar eins og skilgreint er í 4. tölul. 2. gr. tilskipunar 2009/73/EB[7], geymslukerfisstjórar eins og skilgreint er í 10. tölul. 2. gr. tilskipunar 2009/73/EB[8], kerfisstjórar með fljótandi jarðgas eins og skilgreint er í 12. tölul. 2. gr. tilskipunar 2009/73/EB[9],     jarðgasfyrirtæki eins og skilgreint er í 1. tölul. 2. gr. tilskipunar 2009/73/EB[10] og kerfisstjórar hreinsunar- og meðhöndlunarstöðva fyrir jarðgas.  

Hitaveitur samkvæmt orkulögum.

 •  [1] „raforkufyrirtæki“: einstaklingur eða lögpersóna sem starfar á a.m.k. einu eftirtalinna sviða: framleiðslu, flutningi, dreifingu, afhendingu, kaupum á eða geymslu raforku og er ábyrgur fyrir verkefnum sem lúta að viðskiptum, tækni og/eða viðhaldi, sem aftur tengjast fyrrnefndum störfum, en er ekki kaupandi.
 • [2] „afhending“: sala, þ.m.t. endursala rafmagns til viðskiptavina.
 • [3] „dreifikerfisstjóri―: einstaklingur eða lögaðili sem ber ábyrgð á rekstri, viðhaldi og, ef með þarf, þróun dreifikerfis á tilteknu svæði og, eftir því sem við á, samtengilínum þess við önnur kerfi svo og ábyrgð á að tryggja getu kerfisins til lengri tíma til að uppfylla eðlilegar kröfur um dreifingu á rafmagni.
 • [4] „flutningskerfisstjóri“: einstaklingur eða lögaðili sem ber ábyrgð á rekstri, viðhaldi og, ef með þarf, þróun flutningskerfis á tilteknu svæði og, eftir því sem við á, samtengilínum þess við önnur kerfi svo og ábyrgð á að tryggja getu kerfisins til lengri tíma til að uppfylla eðlilegar kröfur um flutning á rafmagni.
 • [5] „afhendingarfyrirtæki“: einstaklingur eða lögaðili sem annast afhendingu.
 • [6] „dreifikerfisstjóri“: einstaklingur eða lögaðili sem starfar á sviði dreifingar og ber ábyrgð á rekstri, viðhaldi og, ef með þarf, þróun dreifikerfis á tilteknu svæði og, eftir því sem við á, samtenglum þess við önnur kerfi svo og ábyrgð á að tryggja getu kerfisins til lengri tíma til að uppfylla eðlilegar kröfur um dreifingu á gasi.
 • [7] „flutningskerfisstjóri“: einstaklingur eða lögaðili sem starfar á sviði flutnings og ber ábyrgð á rekstri, viðhaldi og, ef með þarf, þróun     flutningskerfis á tilteknu svæði og, eftir því sem við á, samtenglum þess við önnur kerfi svo og ábyrgð á að tryggja getu kerfisins til lengri tíma til að uppfylla eðlilegar kröfur um flutning á gasi.
 • [8] „geymslukerfisstjóri“: einstaklingur eða lögaðili sem annast geymslu og ber ábyrgð á því að reka geymsluaðstöðu.
 • [9] „kerfisstjóri fyrir fljótandi jarðgas“: einstaklingur eða lögaðili sem sér um að breyta jarðgasi í vökva eða innflutning, affermingu og     endurgösun fljótandi jarðgass og ber ábyrgð á rekstri aðstöðu fyrir fljótandi jarðgas.
 • [10] „jarðgasfyrirtæki“: einstaklingur eða lögpersóna sem starfar á a.m.k. einu eftirtalinna sviða: framleiðslu, flutningi, dreifingu,     afhendingu, kaupum á eða geymslu jarðgass, m.a. fljótandi jarðgass, og er ábyrgur fyrir verkefnum sem lúta að viðskiptum, tækni og/eða viðhaldi, sem aftur tengjast fyrrnefndum störfum, en er ekki kaupandi. 

Samhæfingarstjórnvald

Stjórnvald sem gegnir samhæfingarhlutverki við eftirlit með framkvæmd laga nr. 78/2019 um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða. Fjarskiptastofa gegnir hlutverki samhæfingarstjórnvalds.

Skráningarstofa höfuðléna

Aðili sem annast og vinnur að skráningu lénsheita á netinu undir sérstöku höfuðléni. 

 

Skýjavinnsluþjónusta

Stafræn þjónusta sem veitir aðgang að skalanlegum og sveigjanlegum brunni tölvunargetu sem hægt er að deila. 

 

Staðfesta

Staðfesta er almennt staður þar sem raunveruleg atvinnustarfsemi þjónustuveitanda fer fram, í ótiltekinn tíma og á fastri atvinnustöð þaðan sem þjónustan er í reynd veitt (sbr. 4. tölul. 3. gr. laga nr. 76/2011). 

Stafræn grunnvirki

Tengi- og skiptipunktar, þjónustuveitendur lénsheitakerfis og skráningarstofur höfuðléna. 

 

Stafræn þjónusta

Þjónusta í skilningi b-liðar 1. mgr. 1. gr. tilskipunar 2015/1535/ESB[1] sem fellur undir skilgreiningu laga þessara á hugtökunum netmarkaður, leitarvél á netinu eða skýjavinnsluþjónusta. 

 • [1] „þjónusta“: öll þjónusta í upplýsingasamfélaginu, þ.e. sú fjarþjónusta sem að jafnaði er veitt rafrænt gegn þóknun og samkvæmt beiðni þeirra einstaklinga sem fá þjónustuna. Í skilgreiningu þessari merkir:
  i. „fjarþjónusta“: þjónustan sem er veitt án þess að aðilarnir séu  viðstaddir samtímis,
  ii. „rafrænt“: þjónusta sem er upphaflega send og móttekin á áfangastað með rafrænum búnaði til vinnslu (þ.m.t. með stafrænni þjöppun) og geymslu gagna sem eru eingöngu send, flutt og móttekin með rafþræði, þráðlaust, með ljóstæknilegum aðferðum eða með öðrum rafsegulaðferðum,
  iii. „að beiðni þeirra einstaklinga sem fá þjónustuna“: þjónusta sem er veitt með því að senda gögn að beiðni  viðkomandi einstaklings; leiðbeinandi skrá yfir þjónustu, sem fellur ekki undir þessa skilgreiningu, er sett fram í I. Viðauka. 

Tengi- og skiptipunktur

Netvirki sem gerir kleift að samtengja fleiri en tvö sjálfstæð og sjálfstýrð kerfi, fyrst og fremst í þeim tilgangi að greiða fyrir miðlun netumferðar. Tengi- og skiptipunkturinn veitir einungis samtengingu fyrir sjálfstýrð kerfi og gerir ekki kröfu um að netumferð sem fer á milli tveggja hlutaðeigandi sjálfstýrðra kerfa fari í gegnum þriðja sjálfstýrða kerfið, né breytir hún eða truflar slíka umferð.  

Vatnsveitur

Birgjar og dreifingaraðilar neysluvatns, eins og skilgreint er í a-lið 1. tölul. 2. gr. tilskipunar 98/83/EB[1] um gæði neysluvatns. Á ekki við þegar dreifing neysluvatns er einungis hluti af almennri starfsemi þeirra sem felur í sér dreifingu annarra verslunarvara og varnings sem telst ekki vera nauðsynleg þjónusta. 

 • [1] „neysluvatn“: a) allt vatn, annaðhvort í upphaflegu ástandi þess eða eftir meðhöndlun, sem ætlað er til drykkjar, suðu, matvælavinnslu eða annarra heimilisnota, án tillits til uppruna þess og hvort sem það kemur úr dreifikerfi, tankvagni/tankskipi, flöskum eða öðrum ílátum; 

Veitandi stafrænnar þjónustu

Sérhver lögaðili með höfuðstöðvar, þ.e. aðalskrifstofu eða staðfestu, hérlendis sem veitir stafræna þjónustu í skilningi laga þessara eða fulltrúi hans með staðfestu hérlendis. 

Þjónustuveitandi lénsheitakerfis

Aðili sem veitir þjónustu fyrir lénsheitakerfi á netinu.