Velkomin á upplýsingavef um NIS lögin

Þann 1. september tóku gildi ný lög um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða (sjá lög nr. 78/2019 ), einnig þekkt sem „NIS-lögin“. Markmið laganna er að stuðla að auknu netöryggi á Íslandi með því að skilgreina ákveðnar lágmarkskröfur um tilhlýðilega umgjörð áhættustýringar, forvarna og viðbúnaðar gagnvart netógnum meðal aðila sem skilgreindir hafa verið sem mikilvægir innviðir.  

Upplýsingavefur þessi er stofnaður og rekinn af Fjarskiptastofu. Það efni sem hér er að finna er ætlað að auka aðgengi almennings, fyrirtækja og stofnana að upplýsingum um NIS-lögin. Efnið er uppfært reglulega og leitast verður við að endurspegla lagaumgjörðina eins og hún er á hverjum tíma. Ef misræmi er milli þeirra upplýsinga sem hér má finna annars vegar og laga nr. 78/2019 og gildandi reglugerða/reglna hins vegar, skal þó ávallt byggja á því síðarnefnda. 

17.12.2020

Ný reglugerð um öryggi net- og upplýsingakerfa veitenda stafrænnar þjónustu hefur tekið gildi

Nú hefur verið birt í Stjórnartíðindum og tekið gildi ný reglugerð um öryggi net- og upplýsingakerfa veitenda stafrænnar þjónustu, nr. 1255/2020.
01.09.2020

Gildistaka nýrra laga á sviði net- og upplýsingaöryggis

Í dag taka gildi ný lög á sviði net- og upplýsingaöryggis, lög nr. 78/2019 um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða. Með lögunum er verið...
31.08.2020

Tilkynningar um öryggisatvik

Mikilvægir innviðir skulu tilkynna CERT-IS, netöryggissveit Fjarskiptastofu, um öll alvarleg atvik og áhættu sem ógna öryggi net- og upplýsingakerfa ...