Ný reglugerð um öryggi net- og upplýsingakerfa veitenda stafrænnar þjónustu hefur tekið gildi

17. desember 2020

Nú hefur verið birt í Stjórnartíðindum og tekið gildi ný reglugerð um öryggi net- og upplýsingakerfa veitenda stafrænnar þjónustu, nr. 1255/2020.  Þetta er reglugerð sem varðar eftirlit PFS með skýjavinnsluþjóntu, leitarvélum á netinu og netmörkuðum. 

 Áður hefur tekið gildi  reglugerð nr. 866/2020 um öryggi net- og upplýsingakerfa rekstraraðila nauðsynlegrar þjónustu. Reglugerðin er nánari útfærsla á á 3. gr. (viðmið við mat á rekstraraðilum nauðsynlegrar þjónustu), 7. gr. (lágmarkskröfur um áhættustýringu og viðbúnað), 8. gr. (tilkynning til netöryggissveitar), 12. gr. (eftirlitsheimildir) og 13. gr. laganna (samhæfingarstjórnvald).

 

Til baka