Tilkynningar um öryggisatvik

31. ágúst 2020

Mikilvægir innviðir skulu tilkynna CERT-IS, netöryggissveit Fjarskiptastofu, um öll alvarleg atvik og áhættu sem ógna öryggi net- og upplýsingakerfa þeirra.   

Skal tilkynning berast í gegnum tilkynningagáttina oryggisatvik.island.is, með tölvupósti á tölvupóstfang CERT-IS, cert@cert.is eða í síma 510-1540. Mælt er með að tölvupóstur sé dulkóðaður og er PGP lykla til þeirra nota að finna á vef CERT-IS.

Tilkynning til CERT-IS skal berast eins fljótt og verða má eftir að borin hafa verið kennsl á atvik eða áhættu í kerfum rekstraraðila nauðsynlegrar þjónustu.  

Skilgreining á hvað telst sem alvarlegt atvik eða áhætta er matsbundið. Þó má finna leiðbeiningar um hvernig það mat eigi að fara fram í NIS-lögunum og drögum að tengdum reglugerðum.

CERT-IS mun gefa út nánari leiðbeiningar um mat á alvarleika atvika og áhættu og skulu mikilvægir innviðir taka mið af þeim við mat á því hvort tilkynna beri um atvik eða áhættu til sveitarinnar. 

Sjá nánar um atvikatilkynningar.

 

 

Til baka